Hvíldu í þér

Í dagsins amstri er nauðsynlegt að gefa huga og líkama svigrúm til að hvílast og endurnærast. Þannig má efla innri ró, gleði og seiglu í daglegu lífi en auk þess bæta líkamlega heilsu. Það gerast nefnilega góðir hlutir við það eitt að gefa sér rými til að hverfa um stund frá hlutverkum, metnaði og því sem liggur venjulega á huganum og tengjast friðinum, tærleikanum og kærleikanum sem býr í innsta kjarna okkar allra.

Hvíldarpakkar

Hér að neðan geturðu keypt áskrift í eitt ár af lokaðri síðu þar sem hægt er að hlusta, hvar og hvenær sem er á Jóga nidra djúpslökun, stuttar hugleiðslur, hugleiðslur til að nota að morgni og fyrir svefn. Yfir 20 upptökur og á eftir að bætast við.

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Smelltu á viðeigandi hvíldarpakka fyrir nánari upplýsingar.

Jóga nidra, hugleiðslur, svefnslökun

Jóga nidra, hugleiðslur, svefnslökun

11.700 kr
11.700 kr
Gjafabréf fyrir Jóga nidra, hugleiðslur og svefnslökun

Gjafabréf fyrir Jóga nidra, hugleiðslur og svefnslökun

11.700 kr
11.700 kr
Heilinn og hamingjan

Heilinn og hamingjan

18.700 kr
18.700 kr

Ef þú ert að ganga í gegnum tímabil fjárhagsvanda en langar í hvíldarpakkann er velkomið að hafa samband á netfangið hvild@hvild.is

Mikilvægi hvíldar

Streita í heilbrigðu magni er okkur nauðsynleg . Við þurfum á henni að halda til að leysa verkefni og framkvæma í okkar daglega lífi. Verði streitan hins vegar of mikil og viðvarandi er hætt við að slökunarviðbragðið, sem stuðlar að jafnvægi fyrir líkamlega og andlega heilsu okkar, fái of lítið eða ekkert pláss í taugakerfinu. Lífið einkennist þá gjarnan af líkamlegri og andlegri spennu með tilheyrandi vanlíðan .

Í nútímalífi er margt sem getur ýtt undir viðvarandi streituástand. Of mörg verkefni, fullkomnunarárátta og samanburður við aðra er eitt af því.

Einnig geta áföll og/eða erfiðleikar í uppvexti leitt til þess að streitukerfið er sífellt við stjórnvölinn.

Slökun, öndunaræfingar og aðrar hugleiðsluaðferðir eru öflugt tæki til að hvíla taugakerfið og efla jafnvægi þess með því að draga úr streitu og auka þátt sefkerfisins sem hjálpar okkur að róa niður streituviðbrögðin. Þetta er eitthvað sem getur þurft að þjálfa upp eins og vöðva en getur skilað sér í aukinni seiglu og vellíðan í daglegu lífi.