Skip to product information
Heilinn og hamingjan

Á námskeiðinu er útskýrt hvernig heilinn og taugakerfið starfa í streituástandi. Við skoðum hvernig hægt er að brjóta upp gömul mynstur tengd langvarandi streituástandi sem gjarnan einkennast af andlegri og líkamlegri vanlíðan með ákveðnum og tiltölulega einföldum aðferðum.

Taugakerfið okkar mótast að miklu leiti í gegnum reynslu og upplifun í barnæsku og hefur mikið að segja um hvernig viðbrögð við sýnum í hinum ýmsu aðstæðum og í hvernig samskiptum við eigum við okkur sjálf og aðra í daglegu lífi. Erfið reynsla í uppvexti eða áföll sem við verðum fyrir á lífsleiðinni geta haldið taugakerfinu í viðvarandi streituástandi með tilheyrandi vanlíðan og ýmsum erfiðum einkennum.

Góðu fréttirnar eru að það er ýmislegt sem við getum gert sjálf til að losa taugakerfið úr langvinnu streituástandi og öðlast betri líðan og lífsgæði.

Námskeiðiðinu er skipt upp í fjóra hluta og er sambland af fræðslu og æfingum.

Athugið að þeir sem greinst hafa með krabbamein geta sótt námskeiðið gjaldfrjálst hjá Krabbameinsfélaginu

You may also like