Pickup currently not available
Með kaupum á þessum hvíldarpakka færðu áskrift í eitt ár af lokaðri síðu þar sem þú getur hlustað á jóga nidra djúpslökun, stuttar hugleiðslur, sérstakar morgunhugleiðslur og einnig slökun fyrir svefninn. Yfir 20 upptökur á frábæru verði.
Einnig er hægt að kaupa falleg gjafabréf fyrir þann sem þér er annt um.
Njóttu vel 🤍
Jóga nidra er djúpslökunaraðferð þar sem einstaklingurinn er leiddur í ástand á milli svefns og vöku en á þeim stað getur átt sér stað mikilvæg hvíld og endurnæring fyrir huga og líkama sem getur haft margvíslegan heilsufarslegan ávinning í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að Jóga nidra og ýmsar aðrar hugleiðsluaðferðir styrkja taugakerfið, efla ónæmiskerfið, hafa jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi, bæta svefn og efla hjartaheilsu.