Skip to product information
Gjafabréf fyrir Jóga nidra, hugleiðslur og svefnslökun

Sennilega er hvatning til hugleiðslu, slökunar og innri hvíldar ein besta gjöf sem við getum gefið 🤍

Þú getur valið hvort þú vilt versla venjulegt gjafabréf eða jólagjafabréf með því að smella á viðeigandi valkost hér að neðan.

11.700 kr
Tegund

Handhafi gjafabréfs

Hér að ofan geturðu keypt gjafabréf með ársáskrift af Jóga nidra djúpslökun og hugleiðslum fyrir þann sem þér er annt um.Þú færð sendan tölvupóst með fallegu gjafabréfi. Inn í gjafabréfið geturðu svo skrifað nafn þess fær gjöfina.Passaðu að láta nafn þess sem á að fá gjafabréfið fylgja með í dálknum hér að neðan til að hægt sé að stofna viðkomandi sem viðskiptavin.

Jóga nidra er djúpslökunaraðferð þar sem einstaklingurinn er leiddur í ástand á milli svefns og vöku en á þeim stað getur átt sér stað mikilvæg hvíld og endurnæring fyrir huga og líkama sem getur haft margvíslegan heilsufarslegan ávinning í för með sér. Sýnt hefur verið fram á að Jóga nidra og ýmsar aðrar hugleiðsluaðferðir styrkja taugakerfið, efla ónæmiskerfið, hafa jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi, bæta svefn og efla hjartaheilsu.

Með kaupum á þessum hvíldarpakka er hægt að hlusta á leiddar Jóga nidra hugleiðslur, stuttar hugleiðslur, sérstakar morgunhugleiðslur og einnig slökun fyrir svefninn. 

You may also like